fbpx
Amedeo
SYMBIOSYS OF
PURPOSE & STYLE

Search

Almennir skilmálar Odee

Odee Art ehf, kt 491214-0150 (hér eftir nefnt Odee) selur listaverk, eftirprent, plaköt, prófarkir og annan varning beint frá listamanninum sjálfum.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar eins fljótt og auðið er. Ef einhverjar tafir verða á afgreiðslu vöru fær viðskiptavinur tilkynningu um það í tölvupósti eða með símtali. Þetta á við um eftirprent, plaköt og prófarkir. Sérpantanir á álverkum getið tekið 3-6 vikur, og eru gerðar í samráði við kaupanda.

Verð fyrir heimsendingu á prentverki innanlands (próförkum, plakötum og eftirprenti) er 1.350 kr með Íslandspósti. Plaköt og eftirprent eru send í pappahólkum.

Stærri listaverk, eins og álverk, eru send til viðskiptavinar án endurgjalds.

Sendingar í pósti falla undir fluttningaskilmála Íslandspósts. Odee ber því ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða í fluttningum. Verði verkið fyrir tjóni eftir að það er komið í hendur Íslandspósts er tjónið á ábyrgð kaupanda. Stærri verk eru send með pósttryggingu.

Skilafrestur

Vilji viðskiptavinur skila listaverki og hætta við kaup þá hefur hann 14 daga skilarétt. Viðskiptavinur þarf að skila listaverkinu til Odee í upprunalegu ástandi, án nokkurra skemmda. Sé þessum skilyrðum fylgt á viðskiptavinur rétt á endurgreiðslu. Fluttnings- og póstburðargjöld verða ekki endurgreidd.

Verð

Hafa ber í huga að verð á listaverkum og öðrum vörum í vefverslun geta breyst á fyrirvara. Odee áskilur sér rétt til að hætta við pantanir sé vara ekki til, vitlaust verð gefið upp osf.

Greiðslumátar

Odee býður upp á greiðslur með kreditkortum frá helstu kortafyrirtækjum í gegnum Borgun, Netgíró og millifærslu á reikning. Raðgreiðslur eru einnig í boði í gegn um bæði Borgun ehf og Netgíró.

Notast er við örugga greiðslugátt frá Borgun og eða Netgíró. Odee tekur því ekki við kortaupplýsingum kaupanda. Kaupandi velur vöru í vefverslun Odee og er svo fluttur yfir á greiðslusíðu Borgunar eða Netgíró þar sem greiðsluupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Borgun og Netgíró tryggja að greiðsluupplýsingar viðskiptavina eru meðhöndlaðar í vorruðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegt þriðja aðila.

Viðskiptavinur fær staðfestingu í tölvupósti þegar greiðslu er lokið.

Skattar og gjöld

Listamenn eru undanþegnir skattskyldu að því er varðar sölu á þeirra eigin listaverkum, enda falla listaverkin undir tollskrárnúmer 9701.1000 – 9703.0000.

Trúnaður

Odee heitir fullum trúnaði í viðskiptum við kaupanda. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema með samþykki kaupanda.

Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd.

Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ef kaupandi er fyrirtæki gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Ábyrgð

Almennur ábyrgðartími er tvö ár og gildir ábygrð seljanda í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytandakaup. Framvísa þarf kvittun eða staðfesting á pöntun. Ábyrgð gildir einungis vegna galla í vöru.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Mál sem rísa kunna vegna samnings þessa skal reka fyrir Héraðsdómi austurlands.

Odee áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum fyrirvaralaust.

Skilmálar hefa verið uppfærðir 10. Apríl 2019.

Sé frekari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við Odee beint, odee@odee.is.